Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2009 07:30 Vatn frá Tyrklandi. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Mynd/Stefán „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira