Erlent

Foreldrar Madeleine í Portúgal

Óli Tynes skrifar
Foreldrar týndu telpunnar Madeleine McCann eru komnir til Portúgals vegna málaferla þeirra gegn lögregluforingjanum sem í upphafi stýrði rannsókn á máli dóttur þeirra.

Goncalco Amaral var leystur frá rannsókninni á sínum tíma en hefur nú skrifað bók þar sem hann heldur því fram að Madeleine hafi dáið í svefnherbergi sínu á hótelinu og að hylmt hafi verið yfir dauða hennar.

Í september síðastliðnum fengu Gerry og Kate McCann sett tímabundið lögbann á bókina og þau eru nú komin til Portúgals vegna staðfestingarmálsins.

Auk þess að fara framá að bókin verði alfarið bönnuð fara þau fram á um eina milljón sterlingspunda sem þau ætla að nota í áframhaldandi leit að Madeleine. Búist er við að málinu ljúki í næstu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×