Kristín Ýr: Þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Ómar Þorgeirsson skrifar 11. ágúst 2009 23:15 Kristín Ýr í leik gegn Breiðabliki. Mynd/Stefán Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Kristín Ýr er afar sátt með að Valsstúlkur hafi náð að rífa sig upp eftir tapið gegn Þór/KA og sé áfram með örlögin í eigin höndum þegar deildin fer í frí. „Mér fannst við mæta mjög vel stemdar til leiks og það var fínn kraftur í okkur í fyrri hálfleik en síðan fannst mér við detta aðeins niður í þeim seinni. Það var bara eins og við værum í einhverju móki en kannski var þetta einhver þreyta. Mér fannst við samt alveg vera með leikinn í okkar höndum allan tímann og við stjórnuðum spilinu," segir Kristín Ýr. „Það er alveg merkilegt með það að þegar við töpum stigum þá bregst það varla að liðin í kringum okkur í töflunni misstíga sig í næstu umferð á eftir og ég veit ekki hvaða gæfa það er eiginlega. Við þurfum annars bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik því um leið og maður fer að setja fókusinn of mikið á andstæðinginn þá fer allt í vaskinn einhvern veginn," segir Kristín Ýr. Kristín Ýr er á meðal þeirra leikmanna sem halda nú utan og keppa fyrir Íslands hönd á EM í Finnlandi og hlakkar vitanlega mjög til þess en hún segir enn fremur mikilvægt að koma til baka af fullum krafti í lokasprettinn í deildinni. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur sem fara út að koma vel stemdar til baka eftir Finnlandsferðina því það er náttúrulega misjafnt hvað hver og ein á eftir að fá að spila þarna úti. Við verðum því að gera okkar til þess að halda okkur í formi og vonandi komumst við líka heilar í gegnum þetta, 7, 9, 13, því við höfum verið mjög heppnar með meiðsli í sumar," segir Kristín Ýr vongóð að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Kristín Ýr er afar sátt með að Valsstúlkur hafi náð að rífa sig upp eftir tapið gegn Þór/KA og sé áfram með örlögin í eigin höndum þegar deildin fer í frí. „Mér fannst við mæta mjög vel stemdar til leiks og það var fínn kraftur í okkur í fyrri hálfleik en síðan fannst mér við detta aðeins niður í þeim seinni. Það var bara eins og við værum í einhverju móki en kannski var þetta einhver þreyta. Mér fannst við samt alveg vera með leikinn í okkar höndum allan tímann og við stjórnuðum spilinu," segir Kristín Ýr. „Það er alveg merkilegt með það að þegar við töpum stigum þá bregst það varla að liðin í kringum okkur í töflunni misstíga sig í næstu umferð á eftir og ég veit ekki hvaða gæfa það er eiginlega. Við þurfum annars bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik því um leið og maður fer að setja fókusinn of mikið á andstæðinginn þá fer allt í vaskinn einhvern veginn," segir Kristín Ýr. Kristín Ýr er á meðal þeirra leikmanna sem halda nú utan og keppa fyrir Íslands hönd á EM í Finnlandi og hlakkar vitanlega mjög til þess en hún segir enn fremur mikilvægt að koma til baka af fullum krafti í lokasprettinn í deildinni. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur sem fara út að koma vel stemdar til baka eftir Finnlandsferðina því það er náttúrulega misjafnt hvað hver og ein á eftir að fá að spila þarna úti. Við verðum því að gera okkar til þess að halda okkur í formi og vonandi komumst við líka heilar í gegnum þetta, 7, 9, 13, því við höfum verið mjög heppnar með meiðsli í sumar," segir Kristín Ýr vongóð að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki