Beint lýðræði Jón Sigurðsson skrifar 30. september 2009 06:00 Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar