Skuldir settar í sölu á netinu 23. nóvember 2009 11:46 Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.Í umfjöllun um málið á DR, danska ríkisútvarpinu, segir að að einn þeirra sem sett hefur skuld til sölu á netinu er fasteignasalinn Jacob Teglovn. Honum voru nýlega dæmdar 1,1 milljón danskra kr. Vandamálið er hinsvegar að sá sem skuldar þessa upphæð er búsettur í Englandi.„Ég er búinn að nota mikið af peningum í lögfræðinga og það eykur bara kostnað minn að halda því áfram," segir Teglovn. „En hér getur verið tækifæri á því að hagnast fyrir einhvern sem þekkir til réttarkerfisins í Englandi og getur barist fyrir þessari skuld þar í landi."Teglovn setti sumsé skuldina til sölu á netsíðunni kunkurser.dk og er ekki einn um að gera slíkt. Netsíða þessi hefur annars aðallega sérhæft sig í sölu muna úr gjaldþrotum eða þrotabúum hvort sem um vörur, bíla eða húsmuni hefur verið að ræða. Nýlega hóf síðan svo að selja skuldir á borð við framangreinda.Bettina Gastel hjá Auktioner A/S sem stendur á bakvið netsíðuna konkurser.dk segir að reynslan af skuldasölunni hafi verið góð hingað til. Yfirleitt fái menn 30-60% af nafnvirði skulda sinna.Formaður sambands innheimtufyrirtækja í Danmörku, Henning Gericke, er ekki eins hrifinn af þessari sölumennsku. „Hættan er sú að skuldarinn sjálfur sitji og bjóði í eigin skuldir og fái þær á útsöluverði," segir Gericke. „Það getur varla verið ætlunin." Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.Í umfjöllun um málið á DR, danska ríkisútvarpinu, segir að að einn þeirra sem sett hefur skuld til sölu á netinu er fasteignasalinn Jacob Teglovn. Honum voru nýlega dæmdar 1,1 milljón danskra kr. Vandamálið er hinsvegar að sá sem skuldar þessa upphæð er búsettur í Englandi.„Ég er búinn að nota mikið af peningum í lögfræðinga og það eykur bara kostnað minn að halda því áfram," segir Teglovn. „En hér getur verið tækifæri á því að hagnast fyrir einhvern sem þekkir til réttarkerfisins í Englandi og getur barist fyrir þessari skuld þar í landi."Teglovn setti sumsé skuldina til sölu á netsíðunni kunkurser.dk og er ekki einn um að gera slíkt. Netsíða þessi hefur annars aðallega sérhæft sig í sölu muna úr gjaldþrotum eða þrotabúum hvort sem um vörur, bíla eða húsmuni hefur verið að ræða. Nýlega hóf síðan svo að selja skuldir á borð við framangreinda.Bettina Gastel hjá Auktioner A/S sem stendur á bakvið netsíðuna konkurser.dk segir að reynslan af skuldasölunni hafi verið góð hingað til. Yfirleitt fái menn 30-60% af nafnvirði skulda sinna.Formaður sambands innheimtufyrirtækja í Danmörku, Henning Gericke, er ekki eins hrifinn af þessari sölumennsku. „Hættan er sú að skuldarinn sjálfur sitji og bjóði í eigin skuldir og fái þær á útsöluverði," segir Gericke. „Það getur varla verið ætlunin."
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira