Norðurlönd með mikla þörf fyrir nýjar flugvélar 21. október 2009 15:45 Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu. Í tilkynningu segir að árið 2028 mun farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega hafa fjölgað um yfir 50% - úr 319 í 488 flugvélar. Af þeim 319 flugvélum sem eru á Norðurlöndunum núna, mun 235 verða skipt út, 75 verða nýttar annars staðar og níu verða áfram í notkun. 327 af þessum 404 nýju flugvélum verða farþegaþotur með einum gangvegi, í sama flokki og hinar sparneytnu flugvélar Airbus af gerðinni A320, 77 vélanna verða breiðþotur með tveimur gangvegum sem taka á bilinu 250-400 farþega. Vélar Airbus sem henta í þetta hlutverk eru A330/A340 línan og svo, frá og með árinu 2013, einnig A350XWB. Heildar markaðsvirði endurnýjunar og breytingar yfir í vistvirkar flugvélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala. „Flugsamgöngur á Norðurlöndunum hafa aukist um 35% á tímabilinu 2000-2009," segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, „og þessi aukning hefur aðallega verið vegna viðskiptaferða, persónulegra ferða og skemmtiferða. Flug er forsenda fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Norðurlöndunum. Airbus sér möguleika á því að hægt verði að auka vistvirkni bæði innan Norðurlandanna og milli Norðurlandanna og Evrópu með flugvélum fyrirtækisins sem eru í fremsta flokki hvað varðar tækni og sparneytni. Flugsamgöngur skipta miklu máli í efnahagslífi heimsins og á Norðurlöndunum hefur það lengi verið viðurkennt að vöxtur efnahagslífsins og náttúruvernd fara vel saman." Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu. Í tilkynningu segir að árið 2028 mun farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega hafa fjölgað um yfir 50% - úr 319 í 488 flugvélar. Af þeim 319 flugvélum sem eru á Norðurlöndunum núna, mun 235 verða skipt út, 75 verða nýttar annars staðar og níu verða áfram í notkun. 327 af þessum 404 nýju flugvélum verða farþegaþotur með einum gangvegi, í sama flokki og hinar sparneytnu flugvélar Airbus af gerðinni A320, 77 vélanna verða breiðþotur með tveimur gangvegum sem taka á bilinu 250-400 farþega. Vélar Airbus sem henta í þetta hlutverk eru A330/A340 línan og svo, frá og með árinu 2013, einnig A350XWB. Heildar markaðsvirði endurnýjunar og breytingar yfir í vistvirkar flugvélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala. „Flugsamgöngur á Norðurlöndunum hafa aukist um 35% á tímabilinu 2000-2009," segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, „og þessi aukning hefur aðallega verið vegna viðskiptaferða, persónulegra ferða og skemmtiferða. Flug er forsenda fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Norðurlöndunum. Airbus sér möguleika á því að hægt verði að auka vistvirkni bæði innan Norðurlandanna og milli Norðurlandanna og Evrópu með flugvélum fyrirtækisins sem eru í fremsta flokki hvað varðar tækni og sparneytni. Flugsamgöngur skipta miklu máli í efnahagslífi heimsins og á Norðurlöndunum hefur það lengi verið viðurkennt að vöxtur efnahagslífsins og náttúruvernd fara vel saman."
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira