Þóra á að vera í markinu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2009 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir. Mynd/Anton Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi. Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Sjá meira