Stóra spurningin Jón Ormur Halldórsson skrifar 24. ágúst 2009 06:00 Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Einn af leiðtogum kommúnista á Indlandi sagði ekki alls fyrir löngu að hann væri ekki lengur kommúnisti, en hann gæti ekki hætt að trúa að eitthvað merkilegra skipulag væri til á mannlegu samfélagi en kapítalismi. Í kreppunni hefur þeim fjölgað um víða veröld sem þannig hugsa og um leið þeim sem spyrja af einhverju viti hvort ráðandi hagskipulag heimsins fái staðist til lengdar. Þeir eru þó líklega öllu fleiri sem minnast þess hryllings sem tilraunir tuttugustu aldar til að búa til hagskipulag byggt á þjóðernishyggju eða á vísindum á borð við marxisma leiddu til. Og enn fleiri sem sjá hundruð milljóna Asíumanna brjótast úr fátækt til bjargálna með aðferðum kapítalismans. Einn meginlærdómur af sögu kapítalismans er hins vegar sá að ekkert, hversu stöðugt sem það virðist, fær staðist til lengdar. Kapítalisminn er byltingarafl. Það var ekki aðeins Marx, sá laumulegi aðdáandi kapítalismans, sem ritaði um það eðli hans að breyta sér, brjóta sig niður og byggja sig upp í nýrri mynd. „Allt sem er gegnheilt gufar upp" sagði hann um tíma borgarastéttarinnar. Schumpeter, sem var öllu þekktari fyrir aðdáun sína á kapítalismanum en Marx, kallaði fyrirbærið „hina skapandi eyðileggingu". Það þarf heldur svo sem ekki fræðileg rök þessi misserin til að vekja athygli Íslendinga á byltingareðli, sköpunarkrafti og eyðingarmættií kapítalisma og frjálsra markaða. En býður einhver uppá eitthvað annað? Ekki enn. Það er hins vegar orðið langt síðan að jafnmargir hæfir menn hafa glímt við grundvallarspurningar um samband og sátt fjármagns, framleiðslu, neyslu og þjóðfélaga. Því eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum. Það er kallað eftir nýrri málamiðlun á milli markaða og þjóðfélaga, á milli auðmagns og vinnuafls og á milli fjármagns og framleiðslu. Þjóðfélög heimsins hafa áður glímt við þetta eins og í heimskreppunni og við lok síðari heimstyrjaldarinnar. Niðurstöðurnar breyttu heiminum. Það sama mun gerast í kjölfar yfirstandandi kreppu. Það sem hefur hins vegar bæst við er að einhvers konar sátt þarf ekki einungis að nást á milli fjármagns, vinnuafls, framleiðslu, neyslu og þjóðfélagshátta heldur einnig á milli alls þessa og náttúrunnar sem framleiðsla og neyslumynstur mannkyns eru að eyða. Í rauninni snýst spurningin um þetta: Eiga þjóðfélög að sníða markaði að pólitískum markmiðum eða eiga markaðir að fá frelsi til að móta þjóðfélög í sína mynd? Spurningin er ekki ný. Henni var fyrst varpað fram með þessum hætti fyrir áratugum síðan af fræðimanninum Polanyi sem benti á að frjálsir markaðir væru ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti sérlega fágæt fyrirbæri í sögu siðmenningar. Frjálsir markaðir byggja á einbeittum pólitískum vilja og sterku ríkisvaldi og hvorugt hefur yfirleitt verið til staðar. Frjálsir markaðir eru gæddir því eðli að umturna því sem fyrir er og móta samfélög með síbreytilegum og óútreiknanlegum hætti. Í Evrópu hefur borið á því að undanförnu að menn hafa rætt um að kapítalisminn þurfi að verða þjónn þjóðfélaga frekar en hugmyndafræðilegt markmið þeirrra. Það er svo sem ekki nýtt, jafnaðarmenn í Þýskalandi orðuðu þessa hugsun fyrir nærri hálfri öld. Menn hafa líka bent á að kreppan á áttunda áratugi síðustu aldar stafaði af því að tamdir markaðir Vesturlanda réðu ekki við samkeppni frá Asíu, sem byggði raunar alls ekki á frjálsum mörkuðum í þeirri álfu. Asíumenn líta á frjálsa markaði sem hentug og tímabundin tæki og undrast oft mjög þá lotningu sem fyrir þeim er borin á Vesturlöndum. Þeir líta margir á trú vestrænna manna á visku markaða sem sérkennilega hjátrú. Og það er Asía sem nú fer að ráða ferðinni. Margt hefur líka breyst. Tónninn í stjórnmálaumræðu Evrópu, sérstaklega á meðal yngra fólks minnir sífellt meira á 1968 en 2008. Umræður menntamanna endurspegla raunar sjaldnast þjóðarvilja en það er gerjun í gangi sem ekki hefur gætt í langan tíma. Sú gerjun hefur til þessa aðeins leitt til hugmynda um strangari reglur og aukið eftirlit ríkisisins á ýmsum sviðum, sérstaklega hvað varðar fjármálamarkaði. Tónninn er hins vegar þyngri en svo að endurbætur á regluverki kveði niður umræðu um mikilsverða þætti þjóðskipulagsins. Og það í þjóðfélögum sem kreppan hefur farið mildari höndum um en okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Stærsta spurningin í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans? Einn af leiðtogum kommúnista á Indlandi sagði ekki alls fyrir löngu að hann væri ekki lengur kommúnisti, en hann gæti ekki hætt að trúa að eitthvað merkilegra skipulag væri til á mannlegu samfélagi en kapítalismi. Í kreppunni hefur þeim fjölgað um víða veröld sem þannig hugsa og um leið þeim sem spyrja af einhverju viti hvort ráðandi hagskipulag heimsins fái staðist til lengdar. Þeir eru þó líklega öllu fleiri sem minnast þess hryllings sem tilraunir tuttugustu aldar til að búa til hagskipulag byggt á þjóðernishyggju eða á vísindum á borð við marxisma leiddu til. Og enn fleiri sem sjá hundruð milljóna Asíumanna brjótast úr fátækt til bjargálna með aðferðum kapítalismans. Einn meginlærdómur af sögu kapítalismans er hins vegar sá að ekkert, hversu stöðugt sem það virðist, fær staðist til lengdar. Kapítalisminn er byltingarafl. Það var ekki aðeins Marx, sá laumulegi aðdáandi kapítalismans, sem ritaði um það eðli hans að breyta sér, brjóta sig niður og byggja sig upp í nýrri mynd. „Allt sem er gegnheilt gufar upp" sagði hann um tíma borgarastéttarinnar. Schumpeter, sem var öllu þekktari fyrir aðdáun sína á kapítalismanum en Marx, kallaði fyrirbærið „hina skapandi eyðileggingu". Það þarf heldur svo sem ekki fræðileg rök þessi misserin til að vekja athygli Íslendinga á byltingareðli, sköpunarkrafti og eyðingarmættií kapítalisma og frjálsra markaða. En býður einhver uppá eitthvað annað? Ekki enn. Það er hins vegar orðið langt síðan að jafnmargir hæfir menn hafa glímt við grundvallarspurningar um samband og sátt fjármagns, framleiðslu, neyslu og þjóðfélaga. Því eru spennandi tímar framundan í stjórnmálum. Það er kallað eftir nýrri málamiðlun á milli markaða og þjóðfélaga, á milli auðmagns og vinnuafls og á milli fjármagns og framleiðslu. Þjóðfélög heimsins hafa áður glímt við þetta eins og í heimskreppunni og við lok síðari heimstyrjaldarinnar. Niðurstöðurnar breyttu heiminum. Það sama mun gerast í kjölfar yfirstandandi kreppu. Það sem hefur hins vegar bæst við er að einhvers konar sátt þarf ekki einungis að nást á milli fjármagns, vinnuafls, framleiðslu, neyslu og þjóðfélagshátta heldur einnig á milli alls þessa og náttúrunnar sem framleiðsla og neyslumynstur mannkyns eru að eyða. Í rauninni snýst spurningin um þetta: Eiga þjóðfélög að sníða markaði að pólitískum markmiðum eða eiga markaðir að fá frelsi til að móta þjóðfélög í sína mynd? Spurningin er ekki ný. Henni var fyrst varpað fram með þessum hætti fyrir áratugum síðan af fræðimanninum Polanyi sem benti á að frjálsir markaðir væru ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti sérlega fágæt fyrirbæri í sögu siðmenningar. Frjálsir markaðir byggja á einbeittum pólitískum vilja og sterku ríkisvaldi og hvorugt hefur yfirleitt verið til staðar. Frjálsir markaðir eru gæddir því eðli að umturna því sem fyrir er og móta samfélög með síbreytilegum og óútreiknanlegum hætti. Í Evrópu hefur borið á því að undanförnu að menn hafa rætt um að kapítalisminn þurfi að verða þjónn þjóðfélaga frekar en hugmyndafræðilegt markmið þeirrra. Það er svo sem ekki nýtt, jafnaðarmenn í Þýskalandi orðuðu þessa hugsun fyrir nærri hálfri öld. Menn hafa líka bent á að kreppan á áttunda áratugi síðustu aldar stafaði af því að tamdir markaðir Vesturlanda réðu ekki við samkeppni frá Asíu, sem byggði raunar alls ekki á frjálsum mörkuðum í þeirri álfu. Asíumenn líta á frjálsa markaði sem hentug og tímabundin tæki og undrast oft mjög þá lotningu sem fyrir þeim er borin á Vesturlöndum. Þeir líta margir á trú vestrænna manna á visku markaða sem sérkennilega hjátrú. Og það er Asía sem nú fer að ráða ferðinni. Margt hefur líka breyst. Tónninn í stjórnmálaumræðu Evrópu, sérstaklega á meðal yngra fólks minnir sífellt meira á 1968 en 2008. Umræður menntamanna endurspegla raunar sjaldnast þjóðarvilja en það er gerjun í gangi sem ekki hefur gætt í langan tíma. Sú gerjun hefur til þessa aðeins leitt til hugmynda um strangari reglur og aukið eftirlit ríkisisins á ýmsum sviðum, sérstaklega hvað varðar fjármálamarkaði. Tónninn er hins vegar þyngri en svo að endurbætur á regluverki kveði niður umræðu um mikilsverða þætti þjóðskipulagsins. Og það í þjóðfélögum sem kreppan hefur farið mildari höndum um en okkar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar