Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans 1. desember 2009 08:25 Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira