Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans 1. desember 2009 08:25 Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira