Með flota glæsibíla í Lúxemborg 21. janúar 2009 06:00 Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab Markaðir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab
Markaðir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent