FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara 3. september 2009 08:16 FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja. Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja.
Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira