FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara 3. september 2009 08:16 FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira