Peningar á leiðinni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. mars 2009 00:01 William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums. Mynd/Rósa Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag í síðust viku og skilar sér til bankans í dag. Allt er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á að skili sér eftir næstu mánaðamóti, nemi rúmum 60 milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti- og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið í söluferli síðan á fyrrihluta síðasta árs, geti skilað hundrað milljónum evra í búið. Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján milljónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember í fyrra. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst hvert stefndi. Hefði Fjármálaeftirlitið ekki gripið í taumana hefði breskir kollegar þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem framundan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af eru tæpar 290 milljónir evra á gjaldaga á fyrri hluta þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfiseinkunni Straums úr B í D, en það merkir að bankinn er gjaldþrota en fyrirtækið telur, að ekki sé hægt að reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar. Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir málið. Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag í síðust viku og skilar sér til bankans í dag. Allt er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á að skili sér eftir næstu mánaðamóti, nemi rúmum 60 milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti- og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið í söluferli síðan á fyrrihluta síðasta árs, geti skilað hundrað milljónum evra í búið. Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján milljónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember í fyrra. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst hvert stefndi. Hefði Fjármálaeftirlitið ekki gripið í taumana hefði breskir kollegar þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem framundan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af eru tæpar 290 milljónir evra á gjaldaga á fyrri hluta þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfiseinkunni Straums úr B í D, en það merkir að bankinn er gjaldþrota en fyrirtækið telur, að ekki sé hægt að reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar. Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir málið.
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira