Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt 5. október 2009 08:48 Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra. Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra.
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira