Icesave-spuni aðstoðarritstjóra Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. ágúst 2009 04:30 Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar