Icesave-spuni aðstoðarritstjóra Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. ágúst 2009 04:30 Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun