Fljótlega fjárfest úr Bjarkarsjóði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 24. júní 2009 03:00 Baldur Már Helgason Allt um Björk vekur athygli erlendis, ekki síst þegar nafn tónlistarkonunnar tengist íslenskum sprotafyrirtækjum, segir sjóðsstjóri sprotasjóðsins Bjarkar. Markaðurinn/vilhelm „Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum. Markaðir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum.
Markaðir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira