Viðskipti innlent

Róm fram yfir Reykjavík

Brian Lenihan.
Brian Lenihan.

„Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar," sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær.

Hann býst við að kjósendur verði fylgjandi Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um hann síðar á árinu komandi. Sáttmálanum var hafnað í kosningu í júní síðastliðnum. Lenihan segir efnahagsþrengingarnar auka á stuðning Íra við Evrópusambandið, um leið og hafnað verði einangrunarstefnu eftir fall íslenska hagkerfisins.

„Stjórnmálaskýrendur segja margir að næst standi valið á milli Rómar eða Reykjavíkur," sagði Lenihan í viðtali við sjónvarpsstöðina Bloomberg í gær. „Flestir kjósa Róm."

Skoðanakönnun sem birt var í Irish Independent í febrúarlok sýndi að 46 prósent studdu Lissabon-sáttmálann, en 27 prósent voru á móti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×