Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda 10. júní 2009 00:01 Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. Mynd/Rósa „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn. Undir smásjánni Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn.
Undir smásjánni Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira