Ríkisstjórn biðstöðunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2009 05:00 Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun