Sterlingspundið í alvarlegri krísu Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 11:58 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands býr við margvísleg vandamál. Mynd/AP „Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira