Viðskipti innlent

Bankahólfið: Nördastuð í kreppu

Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP sem á og rekur netleikinn Eve Online, sló í gegn á fjöldafundi um tækifærin í hátækni- og sprotageiranum á föstudag. Hilmar sagði fyrirtækið þekkja vel til kreppu. CCP hafi komist á koppinn þegar netbólan sprakk um síðustu aldamót og mestallt fjármagn gufað upp í ein fjögur ár. Á sama tíma hafi fjöldi manns unnið að þróun leiksins, sumir án þess að fá greitt fyrir. Margir hafi gripið í aukastörf til að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta varð hins vegar ekki til þess að draga kjarkinn úr mönnum. Þvert á móti. „Það hefur sjaldan verið jafn gaman,“ sagði Hilmar. Hver segir svo að það þurfi að vera leiðinlegt í kreppu?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×