Sextán ára systir Gunnars Heiðars valin í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2008 13:52 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, systir Gunnars Heiðars, var í dag valin í íslenska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en hún er sextán ára gömul. „Mér brá frekar mikið enda átti ég ekki von á þessu," sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. „Mér líst auðvitað vel á þetta enda fæ ég nú tækifæri til að spila með bestu leikmönnum landsins. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta til að halda sætinu." Gunnar Heiðar leikur með Vålerenga í Noregi og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. „Ég hef auðvitað verið dugleg að mæta á völlinn þegar hann er að spila með landsliðinu og býst við því að hann muni mæta til að styðja mig." Gunnar Heiðar lék með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennskuna en fjölskyldan flutti úr Vestmannaeyjum í Kópavog fyrir fjórum árum síðan. Þá gekk Berglind í raðir Breiðabliks og er nú á sínu öðru ári með meistaraflokki félagsins. Móðir þeirra, Sólveig Anna Guðmundsdóttir, er vitanlega stolt af börnunum. „Við höfum verið dugleg að styðja krakkana og höfum fylgt þeim hvert sem þau fara," sagði hún. „Nú erum við búin að koma helmingi þeirra í landsliðið," bætti hún við í léttum dúr. Berglind er þó ekki yngst þeirra systkina. Eyþór Örn er ellefu ára og þykir efnilegur knattspyrnumaður. „Hann er eldfljótur sóknarmaður," sagði Sólveg. Þriðji bróðirinn, Björgvin Már, er 22 ára en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira