Viðskipti innlent

Engar samrunaviðræður

Ragnar Z. Guðjónsson
Ragnar Z. Guðjónsson

„Við erum að gæta varfærni, taka niður eignasafnið vegna markaðsaðstæðna og búa í haginn fyrir erfiðan vetur," segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs.

Sparisjóðurinn hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára. Virðisrýrun útlána nam tæpum 1,8 milljörðum króna samanborið við 155 milljónir ári fyrr. Ragnar segir varúðarframlagið ekki töpuð útlán heldur sé það lögð til hliðar fyrir erfitt árferði. Nú þegar séu merki um að vanskilahlutfallið sé að aukast.

yr hefur þráfaldlega verið orðaður við samruna við önnur fjármálafyrirtæki undanfarnar vikur og mánuði. Vitað er af áhuga margra í eigendahópi sparisjóðsins á samruna við Glitni, en einnig herma heimildir Markaðarins að Straumur renni hýru auga til sparisjóðsins. Þessu vísar Ragnar á bug. „Við höfum ekki átt í neinum samrunaviðræðum við einn eða neinn, hvorki óformlegum né formlegum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×