XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Ingimar Karl Helgason skrifar 17. september 2008 00:01 „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf." Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf."
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira