XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Ingimar Karl Helgason skrifar 17. september 2008 00:01 „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf." Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf."
Markaðir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf