Andrés Önd og peningastefnan 11. júní 2008 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræðikennslu. MARKAÐURINN/GVA Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/.
Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira