Vegur til sátta Skúli Helgason skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Ísland nýtur verðskuldaðrar athygli á alþjóðavettvangi fyrir gnótt endurnýjanlegrar orku og sérþekkingar á heimsmælikvarða á hagnýtingu grænnar orku. Hér liggur stærsta sóknarfæri Íslendinga á komandi árum en það getur hæglega breyst í andhverfu sína ef við förum ekki gætilega með fjöreggið. Vandi fylgir vegsemd hverri og ábyrgð okkar er mikil að vanda til verka þegar kemur að nýtingu hinnar grænu orku á heimavígstöðvunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra sem stendur undir nafni og tekur alvarlega það hlutverk að standa vörð um þau verðmæti sem felast í náttúru landsins. Átökin um stóriðjuuppbyggingu eru líkt og hermálið á síðustu öld það pólitíska deiluefni sem valdið hefur djúpstæðari klofningi meðal þjóðarinnar en nokkur önnur á fyrsta áratug þessarar aldar. En með ákvörðun umhverfisráðherra um að virkjanir fyrir norðan og álver á Bakka skuli fara í sameiginlegt umhverfismat er stigið mikilvægt skref í átt til sátta milli sjónarmiða náttúruverndar og nýtingar orkuauðlinda. Þessi fullyrðing kann að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem heyrt hafa stóryrtar yfirlýsingar stuðningsmanna álvers á Bakka, en þeir finna úrskurði umhverfisráðherra allt til foráttu og tala eins og himinn og jörð séu að farast. En kjarni málsins er sá að það verður enginn friður um orkufrekan iðnað í landinu á næstu árum nema jafnvægis verði gætt milli sjónarmiða auðlindanýtingar og náttúruverndar og leitað leiða til að tryggja að framkvæmdir feli ekki í sér óafturkræfar fórnir á viðkvæmum náttúruperlum. Ákvörðun umhverfisráðherra er besta leiðin til að gefa framkvæmdunum fyrir norðan eins konar gæðavottorð því ef niðurstaða umhverfismatsins verður jákvæð mun það koma framkvæmdaaðilunum betur þegar til lengri tíma er litið að fram hafi farið svo vandað umhverfismat. Formælendur framkvæmdanna bera sig illa vegna þess að ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat geti seinkað verkefninu. Hér er nauðsynlegt að gera greinarmun á umhverfismatsferlinu annars vegar og framkvæmdaferlinu hins vegar. Ljóst er að matsferlinu mun seinka um einhverja mánuði en ráðherra hefur lagt áherslu á að ferlinu sem er á höndum Skipulagsstofnunar verði þó hraðað sem kostur er. Lengra matsferli þýðir hins vegar ekki að töf verði á framkvæmdunum að matsferli loknu. Norðlendingar geta því andað rólega og eiga að nýta sér sóknarfærin sem felast í því að framkvæmdirnar verði undirbúnar af vandvirkni og í sátt við umhverfið. Það er sú stefna sem við Íslendingar eigum að hafa í heiðri og vísar veginn frá þeirri blindu stóriðjustefnu sem fyrri ríkisstjórn fylgdi á sínum tólf ára ferli og fólst í skilyrðislausum forgangi stóriðju í íslensku atvinnulífi á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Samfylkingin í ríkisstjórn vinnur samkvæmt þeirri stefnu að skapa jafnræði ríki milli atvinnugreina á Íslandi, með aukinni áherslu á nýsköpun og hátækni og vistvæna orkustefnu þar sem saman fer skynsamleg nýting náttúruauðlinda og virðing fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Það er vegurinn til sátta og leiðin úr því öngstræti að umræða um umhverfismál á Íslandi hverfist að mestu um afstöðu til tiltekinna álverksmiðja meðan risavaxin viðfangsefni eins og viðbrögð við loftslagsvá heima og á heimsvísu falla í skuggann. Umhverfisráðherra hefur gefið tóninn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun