Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis: Ár mikilla breytinga framundan 31. desember 2008 00:01 Vísir/stefán Reikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjaldeyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegnum hefur kallað á endurskoðun þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Kreppan sem þjóðin er að ganga í gegnum er að hluta alþjóðleg og að hluta heimatilbúin. Alþjóðlega láns- og lausafjárkreppan myndaðist á árinu 2007 og hefur verið að grafa sig dýpra síðan. Sá vandi á rætur sínar að rekja til uppbyggingar erlendra lánamarkaða og ekki síst þess bandaríska. Íslenska hagkerfið var afar opið og viðkvæmt fyrir þessari kreppu þar sem hér hafði átt sér stað mjög hröð uppbygging og útrás fjármálakerfisins með hjálp erlendra lánamarkaða. Bankarnir stækkuðu hraðar en undirliggjandi stoðir þeirra í hagkerfinu báru þegar á reyndi. Almenningur og fyrirtæki hafa liðið fyrir ástandið. Heimilin finna fyrir því í minni kaupmætti, veikari stöðu krónunnar, auknu atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og skertu aðgengi að lánsfé svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækin finna einnig talsvert fyrir þessu en með ólíkum hætti eftir því í hvaða greinum þau starfa. Erfið er staða margra fyrirtækja í greinum sem tengjast innlendri neyslu og fjárfestingum sem dragast nú hratt saman. En það er ekki síst að Íslendingar finni fyrir þessu í særðu stolti. Svartsýnin og sjálfsgagnrýnin hefur tekið við af bjartsýni og sjálfsánægju. Væntingar varðandi framtíðina hafa breyst og skoðun á orsökum og úrlausnum er í hámæli. Niðurstaðan í þessari kreppu er ekki gefin. Hún veltur á úrlausn hinnar alþjóðlegu kreppu og viðbrögðum íslensku þjóðarinnar. Erlendis er verkefnið ekki síst að koma lánaflæðinu af stað aftur. Hér á landi þarf að tryggja stöðugleikann, lágmarka kostnað vegna hruns bankanna og ganga úr skugga um að ekki komi aftur til banka- og gjaldeyriskreppu. Þetta eru verkefni stjórnvalda á árinu 2009. Brýn úrlausnarefni varðandi framtíðarskipan gengis- og peningamála bíða ákvörðunar stjórnvalda í byrjun næsta árs, en ljóst er að krónan verður vart framtíðargjaldmiðill Íslands. Byggja þarf upp bankakerfið aftur og huga vel að auðlindum þjóðarinnar bæði því sem býr í landinu og miðunum í kring sem og mannauðnum. Áætlun íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum hefur verið útlistuð í viljayfirlýsingu þeirra vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú viljayfirlýsing sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins var nauðsynleg. Án þessarar hjálpar hefði kreppan orðið dýpri og erfiðari. Sýnir sig nú hvað aðild að sjóðnum er þjóðinni mikilvæg og í leiðinni hverju alþjóðleg samvinna getur skilað íslenskri þjóð. Ekki má bregðast við þessari alþjóðlegu kreppu og afleiðingum hennar með haftabúskap og einangrun. Slíkt er hættuleg stefna sem kemur niður á hagvexti og lífsgæðum þjóðarinnar. Þau höft sem sett hafa verið á gjaldeyrismarkað þarf að afnema við fyrsta tækifæri. Með auknum trúverðugleika efnahagsstefnunnar og bankakerfisins fæðast forsendur fyrir fullkomnu floti krónunnar. Með stöðugleika á gjaldeyrismarkaði myndast einnig forsendur fyrir lækkun vaxta Seðlabankans. Háir vextir bankans eru afar þjáningafullt tæki um þessar mundir þegar hagkerfið er að sigla inn í djúpa kreppu og eina ástæða hárra vaxta er í raun að halda uppi miklum vaxtamun gagnvart útlöndum og styrkja þannig gengi krónunnar. Hagkerfið þarf að komast út úr þessari stöðu og reikna ég með því að forsendur skapist fyrir því á nýju ári. Þó að framundan sé eitt mesta samdráttarár sögunnar hér á landi er nauðsynlegt að horfa ekki á það einvörðungu sem slíkt. Staða íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir hrun bankakerfisins var sterk og hafði líklegast aldrei verið sterkari á mælikvarða eigna og kaupmáttar. Búa þau að því núna. Niðursveiflan er kröftug en hún færir þjóðina ekki nema fáein ár aftur vegna þess hve hagvöxtur og uppgangurinn hefur verið mikill og kröftugur hér á undanförnum árum. Atvinnumissir er sár, sem og að tapa eignum og að horfast í augu við breyttan efnahagslegan veruleika. Hins vegar eru tækifærin víða og velmegun þjóðarinnar mikil í alþjóðlegum samanburði. Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Reikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjaldeyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegnum hefur kallað á endurskoðun þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Kreppan sem þjóðin er að ganga í gegnum er að hluta alþjóðleg og að hluta heimatilbúin. Alþjóðlega láns- og lausafjárkreppan myndaðist á árinu 2007 og hefur verið að grafa sig dýpra síðan. Sá vandi á rætur sínar að rekja til uppbyggingar erlendra lánamarkaða og ekki síst þess bandaríska. Íslenska hagkerfið var afar opið og viðkvæmt fyrir þessari kreppu þar sem hér hafði átt sér stað mjög hröð uppbygging og útrás fjármálakerfisins með hjálp erlendra lánamarkaða. Bankarnir stækkuðu hraðar en undirliggjandi stoðir þeirra í hagkerfinu báru þegar á reyndi. Almenningur og fyrirtæki hafa liðið fyrir ástandið. Heimilin finna fyrir því í minni kaupmætti, veikari stöðu krónunnar, auknu atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og skertu aðgengi að lánsfé svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækin finna einnig talsvert fyrir þessu en með ólíkum hætti eftir því í hvaða greinum þau starfa. Erfið er staða margra fyrirtækja í greinum sem tengjast innlendri neyslu og fjárfestingum sem dragast nú hratt saman. En það er ekki síst að Íslendingar finni fyrir þessu í særðu stolti. Svartsýnin og sjálfsgagnrýnin hefur tekið við af bjartsýni og sjálfsánægju. Væntingar varðandi framtíðina hafa breyst og skoðun á orsökum og úrlausnum er í hámæli. Niðurstaðan í þessari kreppu er ekki gefin. Hún veltur á úrlausn hinnar alþjóðlegu kreppu og viðbrögðum íslensku þjóðarinnar. Erlendis er verkefnið ekki síst að koma lánaflæðinu af stað aftur. Hér á landi þarf að tryggja stöðugleikann, lágmarka kostnað vegna hruns bankanna og ganga úr skugga um að ekki komi aftur til banka- og gjaldeyriskreppu. Þetta eru verkefni stjórnvalda á árinu 2009. Brýn úrlausnarefni varðandi framtíðarskipan gengis- og peningamála bíða ákvörðunar stjórnvalda í byrjun næsta árs, en ljóst er að krónan verður vart framtíðargjaldmiðill Íslands. Byggja þarf upp bankakerfið aftur og huga vel að auðlindum þjóðarinnar bæði því sem býr í landinu og miðunum í kring sem og mannauðnum. Áætlun íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum hefur verið útlistuð í viljayfirlýsingu þeirra vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú viljayfirlýsing sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins var nauðsynleg. Án þessarar hjálpar hefði kreppan orðið dýpri og erfiðari. Sýnir sig nú hvað aðild að sjóðnum er þjóðinni mikilvæg og í leiðinni hverju alþjóðleg samvinna getur skilað íslenskri þjóð. Ekki má bregðast við þessari alþjóðlegu kreppu og afleiðingum hennar með haftabúskap og einangrun. Slíkt er hættuleg stefna sem kemur niður á hagvexti og lífsgæðum þjóðarinnar. Þau höft sem sett hafa verið á gjaldeyrismarkað þarf að afnema við fyrsta tækifæri. Með auknum trúverðugleika efnahagsstefnunnar og bankakerfisins fæðast forsendur fyrir fullkomnu floti krónunnar. Með stöðugleika á gjaldeyrismarkaði myndast einnig forsendur fyrir lækkun vaxta Seðlabankans. Háir vextir bankans eru afar þjáningafullt tæki um þessar mundir þegar hagkerfið er að sigla inn í djúpa kreppu og eina ástæða hárra vaxta er í raun að halda uppi miklum vaxtamun gagnvart útlöndum og styrkja þannig gengi krónunnar. Hagkerfið þarf að komast út úr þessari stöðu og reikna ég með því að forsendur skapist fyrir því á nýju ári. Þó að framundan sé eitt mesta samdráttarár sögunnar hér á landi er nauðsynlegt að horfa ekki á það einvörðungu sem slíkt. Staða íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir hrun bankakerfisins var sterk og hafði líklegast aldrei verið sterkari á mælikvarða eigna og kaupmáttar. Búa þau að því núna. Niðursveiflan er kröftug en hún færir þjóðina ekki nema fáein ár aftur vegna þess hve hagvöxtur og uppgangurinn hefur verið mikill og kröftugur hér á undanförnum árum. Atvinnumissir er sár, sem og að tapa eignum og að horfast í augu við breyttan efnahagslegan veruleika. Hins vegar eru tækifærin víða og velmegun þjóðarinnar mikil í alþjóðlegum samanburði.
Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira