Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! 29. október 2008 05:00 Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum.
Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira