Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! 29. október 2008 05:00 Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum.
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira