Með öfugt ennisband og varasalva í sokknum 22. desember 2008 13:52 Rondo keyrir hér framhjá nýliðanum Derrick Rose hjá Chicago NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar. NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar.
NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira