Jólaóratorían á morgun 5. desember 2008 06:00 Jólaguðspjallið túlkað af guðlegum innblæstri Bach. Dómkórinn verður í stuði á morgun. fréttablaðið/ Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp