Flugræningi í vinnu hjá British Airways Óli Tynes skrifar 16. maí 2008 14:03 British Airways, með flugræningja í vinnu. Lögreglumenn á Heathrow flugvelli urðu meira en lítið undrandi þegar ökumaður bifreiðar sem þeir stöðvuðu reyndist vera starfsmaður hjá British Airways, og fyrrverandi flugræningi. Nazamuddin Mohammiddy er einn átta Afgana sem rændu þotu í innanlandsflugi í Afganistan fyrir átta árum. Þeir voru vopnaðir byssum og handsprengjum. Þeir skipuðu áhöfninni að fljúga til Bretlands. Þar hófst fjögurra daga umsátur á Stansted flugvelli, þar sem ræningjarnir hótuðu margsinnis að sprengja vélina í loft upp með 173 farþegum og áhöfn ef þeir fengju ekki hæli sem pólitískir flóttamenn. Þeir gáfust loks upp og voru dregnir fyrir dóm. Þar var Mohammiddy og félagar dæmdir í þrjátíu mánaða fangelsi. Þeim dómi var hinsvegar snúið á þeim forsendum að þeir hefðu verið að flýja ógnarstjórn Talibana. Þeim var svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi ásamt fjölskyldum þeirra. Það vakti mikla reiði almennings í Bretlandi. Þegar lögreglumennirnir sem stöðvuðu Mohamiddy höfðu samband við höfuðstöðvar sínar kom í ljós að hann hafði rofið skilorð. Hann hafði komið fyrir rétt fyrir að berja leigusala sinn og þá gefið upp rangt heimilisfang. Hann var því handtekinn aftur, en dómari veitti honum aftur skilorð þannig að hann gengur nú laus. Þegar hann sótti um vinnu sína við hreingerningar mun hann ekki hafa nefnt flugránið á umsóknareyðublaðinu þar sem spurt var um reynslu og fyrri störf. Óljóst er hvort hann heldur vinnunni. Erlent Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Lögreglumenn á Heathrow flugvelli urðu meira en lítið undrandi þegar ökumaður bifreiðar sem þeir stöðvuðu reyndist vera starfsmaður hjá British Airways, og fyrrverandi flugræningi. Nazamuddin Mohammiddy er einn átta Afgana sem rændu þotu í innanlandsflugi í Afganistan fyrir átta árum. Þeir voru vopnaðir byssum og handsprengjum. Þeir skipuðu áhöfninni að fljúga til Bretlands. Þar hófst fjögurra daga umsátur á Stansted flugvelli, þar sem ræningjarnir hótuðu margsinnis að sprengja vélina í loft upp með 173 farþegum og áhöfn ef þeir fengju ekki hæli sem pólitískir flóttamenn. Þeir gáfust loks upp og voru dregnir fyrir dóm. Þar var Mohammiddy og félagar dæmdir í þrjátíu mánaða fangelsi. Þeim dómi var hinsvegar snúið á þeim forsendum að þeir hefðu verið að flýja ógnarstjórn Talibana. Þeim var svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi ásamt fjölskyldum þeirra. Það vakti mikla reiði almennings í Bretlandi. Þegar lögreglumennirnir sem stöðvuðu Mohamiddy höfðu samband við höfuðstöðvar sínar kom í ljós að hann hafði rofið skilorð. Hann hafði komið fyrir rétt fyrir að berja leigusala sinn og þá gefið upp rangt heimilisfang. Hann var því handtekinn aftur, en dómari veitti honum aftur skilorð þannig að hann gengur nú laus. Þegar hann sótti um vinnu sína við hreingerningar mun hann ekki hafa nefnt flugránið á umsóknareyðublaðinu þar sem spurt var um reynslu og fyrri störf. Óljóst er hvort hann heldur vinnunni.
Erlent Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira