Erlent

50 milljóna dollara seðlar

Óli Tynes skrifar
Nýjasta nýtt í Zimbabwe.
Nýjasta nýtt í Zimbabwe.

Verðbólgan í Zimbabwe er yfir 800 þúsund prósent á ári. Það leiðir náttúrlega til þess að peningar rýrna að verðgildi á hverri klukkustund og það þarf stöðugt að prenta nýja seðla.

Sá nýjasti er að verðgildi fimmtíu milljónir Zimbabwe dollarar. Brauðhleifur kostar um 16 milljónir dollara.

Hið opinbera gengi er 30 þúsund Zimbabwe dollarar fyrir hvern Bandaríkjadollara. Á svarta markaðinum eru hinsvegar borgaðar upp í 40 milljónir Zimbabwe dollarar fyrir þann bandaríska.

Stjórnarandstaðan í Zimbabwe segir að ef hún komist til valda muni hún breyta um gjaldmiðil.

Það er hinsvegar alls óljóst hvort hún kemst nokkuð að. Robert Mugabe, forseti er ekkert á því að fara frá völdum þótt hann hafi tapað í forsetakosningunum sem fram fóru í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×