Erlent

Mugabe neitar að víkja

Óli Tynes skrifar

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwes leitar til dómstóla í dag til þess að knýja stjórnvöld til þess að gera opinber úrslit í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu fyrir viku.

Robert Mugabe, forseti hefur gefið í skyn að hann hyggist sitja áfram við völd.

Það hefur verið viðurkennt að Korgan Tsvangirai, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar hafi fengið fleiri atkvæði en Mugabe.

Hann hafi hinsvegar ekki fengið tilskilinn meirihluta atkvæða og því þurfi að kjósa aftur.

Lögum samkvæmt á síðari umferð að fara fram eigi síðar en þrem vikum eftir þá fyrri. Embættismenn í flokki Mugabes segja hinsvegar að á því geti orðið breytingar.

Robert Mugabe er 84 ára gamall. Hann hefur verið forseti Zimbabwes í 28 ár og hefur á því tímabili fært landið frá alsnægtum til örbirgðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×