Erlent

400 í einu höggi

Óli Tynes skrifar
Morðsniglarnir eru mikil plága í Danmörku.
Morðsniglarnir eru mikil plága í Danmörku.

Svokallaðir morðsniglar hafa verið að gera Dani vitlausa undanfarin ár. Þeir hafa breiðst svo hratt út að þeir eru hrein plága í görðum.

Þeir eru þar þúsundum og jafnvel tugþúsundum saman. Ekkert eitur eða aðrar útrýmingaraðferðir virðast skila árangri.

Danir hugsa með hryllingi til þess að veturinn hefur verið óvenju mildur hjá þeim og því kjöraðstæður fyrir snigla.

Danskur líffræðingur hefur nú hvatt garðeigendur til þess að skera upp herör gegn kvikindunum og láta strax til skarar skríða.

Hans Erik Svart hefur komist að því að sniglarnir verpa um 400 eggjum á vorin. Með því að fara út í garð núna, velta við steinum og drepa allt sem þar finnst, geta menn því fækkað umtalsvert í stofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×