Erlent

Tsjetsjenar fagna sjálfstæði Kosovo

Óli Tynes skrifar
Rússar lögðu Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í rúst.
Rússar lögðu Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í rúst.

Tsjetsjenar hafa fagnað sjálfstæði Kosovo-héraðs. Þeir líkja gangi mála í héraðinu við eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Rússlandi.

Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni segjast Tsjetsjenar fagna sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovos og ekki draga í efa rétt íbúa þar til þess að aðskilja sig frá ríki sem hafi kúgað þá.

Sjálfir segjast Tsjetsjenar hafa barist í fjórtán ár fyrir sjálfstæði frá árásargjarnasta herveldi heimsins.

Barátta Tsjetsjena leiddi til tveggja stríða við Rússa á níunda áratug síðustu aldar. Skæruliðar gerðu margar mannskæðar árásir í Rússlandi, meðal annars í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×