Erlent

Bíða þess að vera grýtt og aflimuð

Óli Tynes skrifar
Frá Laos, höfuðborg Nígeríu.
Frá Laos, höfuðborg Nígeríu.

Sex manns bíða þess að vera grýttir í hel í Bauchi héraði í Nígeríu. Fjörutíu og sex til viðbótar bíða þess að höggnir verði af þeim limir, fyrir einhver afbrot.

Hin opinbera fréttastofa Nígeríu skýrði frá þessu í dag. Ekki var getið um hversu margir bíða refsingar í hinum 11 norðurhéruðum héruðum landsins.

Tólf héruð í Norður-Nígeríu tóku að dæma eftir Sharia lögum múslima fyrir átta árum. Hinum kristna minnihluta í landinu mislíkaði það stórlega og það kom til átaka sem kostuðu þúsundir manna lífið.

Meðal þeirra sem bíða aftöku er 52 ára gamall maður sem var dæmdur til dauða árið 2004 fyrir að barna stjúpdóttur sína sem var á táningsaldri.

Annar var dæmdur til dauða árið 2002 fyrir að hafa 13 sinnum samfarir við eiginkonu vinar síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×