Erlent

Öskureiðir hvalavinir vilja láta kæra sig

Óli Tynes skrifar
Hrefna á sundi.
Hrefna á sundi.

Bresk feðgin eru öskureið yfir því að yfirvöld hafa fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrir að hlekkja sig við stigahandrið í japanska sendiráðinu í Lundúnum.

Þau voru að mótmæla hvalveiðum Japana. Faðirinn sagði í samtali við Sky fréttastofuna að þetta væri skýr tilraun til þess að þagga niður mótmæli þeirra.

Þau hefðu farið inn í japanska sendiráðið í ákveðnum tilgangi. Þar hefðu þau brotið lög með því að hlekkja sig við handritðið.

Lögreglan hefði handjárnin sem þau notuðu undir höndum. Engu að síður væri málinu vísað frá á þeim forsendum að ekki væru nægar sannanir fyrir broti þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×