Erlent

Olían yfir 96 dollara

Óli Tynes skrifar
Hugo Chaves, forseti Venesúela.
Hugo Chaves, forseti Venesúela.

Olíufatið fór yfir 96 dollara í dag þegar spákaupmenn hengdu sig í þann ólíklega möguleika að Venesúela láti verða af þeirri hótun sinni að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna. Bandaríkin eru stærsti kaupandi á olíu frá Venesúela.

Hótunin er liður í stríði milli stjórnvalda í Venesúela og bandaríska olíurisans Exxon Mobile vegna þeirrar ákvörðunar Hugos Chaves forseta að þjóðnýta eignir fyrirtækisins í landi sínu.

Exxon Mobile fór í mál í Bandaríkjunum og fékk í gegn frystingu á 12 milljarða dollara eignum Venesúela þar í landi.

Venesúela hætti þá olíusölu til Exxon Mobile og hótaði að hætta allri olíusölu til Bandaríkjanna.

Sam Bodman, orkumálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að hann byggist ekki við að Exxon Mobile yrði í vandræðum með að bæta sér upp olíuna frá Venesúela og taldi ólíklegt að Chaves léti verða af hótun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×