Erlent

21 slapp úr brennandi flugvél á hvolfi

Óli Tynes skrifar
Lendingarhjólin stóðu beint upp.
Lendingarhjólin stóðu beint upp. MYND/AP

Það þykir með ólíkindum að enginn skyldi farast þegar Canadair CRJ-100 farþegaþotu hlekktist á í flugtaki í Hvíta Rússlandi í dag. Tuttugu og einn maður var um borð.

Vélin var að hefja sig til flugs þegar hún skyndilega valt á hvolf og skall niður á flugbrautina. Eldur kviknaði samstundis.

Eins og sjá má á myndinni er skrokkur vélarinnar kolbrunninn. Eins og einnig má sjá á myndinni liggur vélin alveg á hvolfi, með hjólin upp í loft.

Engu að síður komust allir lifandi frá borði, þótt tíu væru fluttir á sjúkrahús með einhver meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×