Erlent

Hinn týndi floti Hitlers fundinn

Þýskir kafbátar í hafi í styrjöldinni.
Þýskir kafbátar í hafi í styrjöldinni.

Þrír þýskir kafbátar úr síðari heimsstyrjöldinni eru fundnir á botni Svartahafs. Kafbátarnir tilheyrðu flotadeild sex kafbáta sem voru fluttir meira en 3000 kílómetra landleiðina frá Þýskalandi, til þess að herja á rússnesk skip á Svartahafi.

Kafbátarnir sökktu tugum skipa og þrem þeirra var sökkt í átökunum. Undir lok styrjaldarinnar, þegar ljóst var að Þjóðverjar voru að tapa stríðinu söktu áhafnir hinna þeim sjálfar.

Aldrei var upplýst hvar þeim var sökkt og hafa þeir hingaðtil verið kallaðir Hinn týndi floti Hitlers.

Það var tyrkneskur skipaverkfræðingur sem fann bátana. Hann naut meðal annars leiðsagnar frá skipherra eins þeirra. Sá heitir Rudolf Arendt, og er nú 85 ára gamall. Skipherrann lét Tyrkjanum meðal annars í té kort af staðnum þar sem áhöfn hans kom að landi eftir eftir að hafa sökkt kafbátnum.

Ráðagerðir eru um að ná kafbátunum af hafsbotni. Þar sem áhafnirnar sökktu þeim sjálfar eru þeir auðvitað mjög heillegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×