Erlent

Snigillinn vann

Óli Tynes skrifar
VRRRÚÚÚÚMMMMM...VRRÚÚÚMMM.
VRRRÚÚÚÚMMMMM...VRRÚÚÚMMM.

Þá er það staðfest. Pósturinn er hægari en snigill. Að minnsta kosti í Póllandi. Hinn þriðja janúar síðastliðinn f'ékk Michal Szybalski bréf sem hafði verið póstlagt sem hraðpóstur 20. desember.

Hann reiknaði út að það hefði tekið bréfið 294 klukkustundir að skila sér. Hann mældi einni fjarlægðina frá sendanda til heimilis síns. Hún var 11.1 kílómetri.

Miðað við tíma og fjarlægð var hraði bréfsins 0.03775 kílómetrar á klukkustundi. Garðsnigill fer hinsvegar 0.048 kílómetra á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×