Erlent

Er þetta Marsbúi?

Óli Tynes skrifar
Er þetta Marsbúi? Dæmi nú hver fyrir sig.
Er þetta Marsbúi? Dæmi nú hver fyrir sig.
Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA velta nú vöngum yfir mynd sem eitt af geimförum þeirra sendi til jarðar frá Mars. Mars-bílarnir Opportunity og Spirit hafa ekið um yfirborð plánetunnar síðan í apríl árið 2004.

Þeir eru að leita að vísbeingum um að vatn finnist á Mars, en það er forsenda þess að þar geti þrifist líf.

Í áslok sendi annar þeirra til jarðar mynd sem sýnist vera af einhverri lifandi veru á gangi um yfirborð plánetunnar.

Vísindamennirnir liggja nú yfir myndinni til þess að reyna að skera úr um hvort þetta sé skuggi, steinmyndun....eða hvort þarna sé í raun Marsbúi á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×