Erlent

Olof Palme var njósnari

Óli Tynes skrifar
Olof Palme.
Olof Palme.

Olof Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar var njósnari á yngri árum. CIA vildi ráða hann til starfa eftir að hann gaf upp nöfn þriggja kommúnista sem voru að fara frá Svíþjóð á stúdentaráðstefnu í Prag.

Palme ferðaðist mikið til austantjaldslandanna á stúdentsárum sínum og gaf leyniþjónustu sænska hersins reglulega skýrslur um það sem hann upplifði. Palme leit þó aldrei á sig sem neinn alvöru njósnara.

Hann vann þó um tíma við alþjóðlega greiningardeild leyniþjónustu hersins og tók síðar þátt í að byggja upp leynilega andspyrnuhreyfingu.

Sú hreyfing átti að vakna til lífsins ef Sovétríkin hertækju Svíþjóð.

Bandaríski CIA maðurinn Tom Farmer skýrði frá því árið 2003 að hann hefði kynnst Palme og þeir orðið vinir þegar þeir voru báðir að heimsækja vini sína sem voru stúdentar í Þýskalandi.

Yfirmaður CIA við sendiráðið þar í landi vildi ráða Palme sem njósnara.

Tom Farmer lagðist eindregið gegn því þar sem hann var viss um að Palme myndi stórlega móðgast við slíkt tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×