Erlent

Hvaða barn ?

Óli Tynes skrifar
Almedia "Mimi" James.
Almedia "Mimi" James.

Saksóknari í Texas hefur ákveðið að leggja ekki fram ákæru í máli fjölskyldu sem skildi tveggja ára telpu eftir á pizzastaðnum Chuck E. Cheese.

Starfsfólkið hringdi í lögregluna þegar sú stutta var búin að vafra um ein í talsverðan tíma, og það gerði sér grein fyrir að enginn fullorðinn var með henni. Hún undi sér raunar ágætlega.

Telpan gat sagt lögreglunni að hún héti Mimi, en frekari upplýsingar gaf hún ekki. Þetta gerðist á laugardagskvöldið en það var ekki fyrr en á mánudag sem fjölskyldan uppgötvaði að Almedia James (Mimi) var týnd.

Það var þegar myndir birtust af henni í fjölmiðlum. Faðir Almediu er fráskilinn og tvær systur hans skiptast á að passa hana þegar svo ber undir. Á laugardagskvöldið höfðu þær farið með hana á pizzustaðinn til þess að taka þátt í afmæli sem haldið var uppá þar.

Báðar frænkurnar héldu að hin ætlaði að taka hana með sér heim. Það var því enginn órólegur. En það brá mörgum þegar myndir birtust af litlu týndu telpunni í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×