NBA í nótt: Boston tapaði óvænt fyrir Charlotte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2008 09:19 Paul Pierce reynir að verjast Jason Richardson. Nordic Photos / Getty Images Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira