NBA í nótt: Boston tapaði óvænt fyrir Charlotte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2008 09:19 Paul Pierce reynir að verjast Jason Richardson. Nordic Photos / Getty Images Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113 NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113
NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum