Erlent

Lemjið hausnum á þeim fast í dráttarbeiðslið

Óli Tynes skrifar
Einnig má skjóta þær með haglabyssu af stuttu færi.
Einnig má skjóta þær með haglabyssu af stuttu færi.

Dýravinir í Ástralíu setja spurningamerki við nýjar leiðbeiningar ríkisstjórnarinnar um hvernig megi drepa kengúrur á mannúðlegan hátt.

Þar er ráðlagt að sveifla ungum dýrum og lemja hausum þeirra fast í dráttarbelti jeppanna.

Þá er einnig hægt að drepa dýrin með haglabyssuskoti af stuttu færi. Þessar aðferðir tíundaðar í leiðbeiningabæklingi frá ástralska umhverfisráðuneytinu. Og þessar aðferðir má einnig nota á smærri tegundir pokadýra.

"Ég held að við elskum öll kengúrur," segir talsmaður umhverfisráðuneytisins. "Gallinn er sá að það er of mikið af þeim."

Richard Jones, fyrrverandi þingmaður segir að þessar leiðbeiningar geti komið í bakið á ríkisstjórninni í baráttu hennar gegn hvalveiðum. Jafnvel þótt kengúrur séu ekki taldar í útrýmingarhættu.

"Við getum varla sett okkur á háan hest í dýravernd og verndun hvala, ef ríkisstjórnin samþykkir villimannslegar aðferðir gegn okkar eigin dýrastofnum," segir Jónes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×