Erlent

Ich bin WO?

Óli Tynes skrifar
Was ? WAS ?
Was ? WAS ?

Roskinn Þjóðverji tók vitlausa beygju þegar hann var á heimleið eftir áramótafrí hjá frænku sinni. Í stað þess að keyra til Moers skammt frá Dusseldorf keyrði hann til Nibe í Danmörku, rúmlega 800 kílómetra leið. Þar fannst bíll hans úti á akri í dag.

Danskir lögregluþjónar áttu í mestu erfiðleikum með að útskýra fyrir hinum 84 ára óvænta gesti að hann væri í Danmörku en ekki Þýskalandi. Maðurinn átti auk þess í einhverjum vandræðum með nútímann. En var með fortíðina á hreinu.

Þannig sagði hann dönsku lögregluþjónunum að hann hefði verið á Austurvígstöðvunum í grennd við Leningrad, í síðari heimsstyrjöldinni. Og hann sagði þeim líka að þeir væru miklu kurteisari en Rússarnir og ekki eins drykkfelldir.

Danska lögreglan ætlar að hafa samband við ættingja og finna út hvernig hægt verður að koma gamla hermanninum örugglega heim til Moers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×